Færsluflokkur: Íþróttir

Öldungamótið

Hverjar ætla pottþétt á öldung, hverjar ætla kannski, hverjar ætla ekki, hverjar eru að hugsa málið...........  Sem sagt, endilega skráið í athugsemdir hvað þið eruð að pæla.  Skrifið nú allar eitthvað svo hægt sé að fara að átta sig á stöðunni Sideways

Gott væri að það fylgdi með hverjar geta keyrt Police


Sunnudagsæfingin fellur niður

Blakæfingin sem vera átti sunnudaginn 27. janúar fellur niður vegna frágangs eftir þorrablót í húsinu Wizard

Nýjar myndir

Myndir af verðlaunahöfunum á HK mótinu eru komnar í myndaalbúmið Whistling

Fundur eftir æfingu á miðvikudag

Eftir æfinguna á miðvikudag þann 16. jan. verður fundur um skipulag 3. deildar mótsins sem við höldum 8. og 9. feb.

2. sæti á HK mótinu

A-liðið lenti í 2. sæti á HK mótinu, vann Fylki 2-0, vann eina hrinu á móti Þrótti, tapaði þeirri næsti og tapaði oddahrinunni líka.  Svo tapaði liðið 2-0 á móti AftureldinguW00t

3. sæti á HK mótinu

Álftanes-B varð í 3. sæti í dag á HK mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik við Bresa, sem fór í odd, og hafði Álftanes betur Wizard

Næstu mót

Þau mót sem eru framundan og komin inn á www.blak.is  (eflaust bætast fleiri við)

12. - 13. jan. HK-mótið Digranesi

8. - 9. feb. 3. deildin haldin hjá okkur

16. feb. Snæfellsbæjarmót  - búið að fella þetta mót niður FootinMouth

1. mars Bresamót

5. apríl Bestamót Fylkis

12. aprlíl Kjörísmót Hamars

7. - 8. mars úrslit 3. deildar í Ólafsvík

1. - 3. maí öldungmót á Ísafirði

 


Breyttur æfingatími á sunnudaginn

Þar sem það er þrettándinn á sunnudaginn 6. janúar, þá ætlum við að færa blakæfinguna fram og hafa hana kl. 16.


HK-trimm 2008

Næsta blakmót er HK-trimm sem haldið verður 12. - 13. jan.

Skrá sig hérSmile


Gleðileg jól

Blakdeild UMFÁ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband