Færsluflokkur: Íþróttir

Nýjar myndir - Piparkökumót Fylkis 9. desember 2007

Endilega kíkið á nýjar myndir í myndaalbúminu þar sem við lentum í 2. sæti á Piparkökumóti Fylkis 9. des. 2007.

Áramótið

Nú er að bresta á nýtt ÁRAMÓT þann 31.des 2007.
Það verður haldið að Varmá - að venju - og er opið öllum sem finnst gaman að blaka....
Spilað verður upp á titilinn Blakmaður og Blakkona ársins 2007.
Reglurnar eru einfaldar:  6 saman í liði -blönduð lið og spilað upp í 15 - dregið um velli.
Til þess að þetta geti gengið vel fyrir sig og við byrjað sem fyrst þá vil ég byðja ykkur sem hafið hug á að vera með aftur í ár að skrá ykkur sem fyrst.
Ef við erum tilbúin með allar skráningar fyrir mótið og allir mæta sem hafa skráð sig þá getum við byrjað að spila strax því allt verður tilbúið fyrirfram.
Ef þið hins vegar skráið ykkur og komist síðan ekki væri frábært ef þið mynduð láta mig vita.
Húsið opnar kl 9:00 og vellir settir upp - 
Byrjað að taka á móti greiðslu,1000 kr per keppanda
Frjáls upphitun...
Spilið byrjar á slaginu kl 10:00 og verður spilað til kl ca 12:15.
Verðlaunaafhending.


Vinsamlegast skráið ykkur á netfangið : gunnastina@gmail.com

Síðasta æfing fyrir jól

Sunnudaginn 16. des. er síðasta æfing fyrir jól.  Næsta æfing þar á eftir verður svo ekki fyrr en 2. janúar 2008 Wizard


Út að borða 19. des.

Þær sem hafa skráð sig með út að borða á Galileo 19. des. k. 20 eru:

Rúna, Þorgerður, Gurrý, Eyrún, Hafrún, Kiddý, Sóla, Íris Dögg, Heiða, Bergrós, Lilja og Sissa.

Þær sem eiga eftir að skrá sig endilega gerið það sem fyrst svo hægt sé að gefa upp fjöldann á veitingastaðnum Halo


Lentum í 2. sæti á piparkökumótinu

Þá er mjög skemmtilegu piparkökumóti lokið og lentum við í 2. sæti með 211 stig.  Dímon stóð uppi sem sigurvegari með 224 stig Wizard Við spiluðum með jólasveinahúfur allan tímann í boði Ökulindar Smile

Ýmis varningur var gefinn þátttakendum, má þar nefna piparkökur, hangikjöt, maltöl, mandarínur og lýsi og liðamín.


Leikjaplan á piparkökumóti

Sunnudagur 9. desember 2007

10:20  2. Ö-kvk Álftanes A        KMK-A     Hk - utd. (2. Ö-kvk)          Völlur 3 

12:20  2. Ö-kvk Afturelding -2   Álftanes A   Dímon (2. Ö-kvk)              Völlur 3 

13:40  2. Ö-kvk Hk - utd.          Álftanes A   KMK-A (2. Ö-kvk)           Völlur 3 

15:00  2. Ö-kvk Álftanes A        Dímon         Afturelding -2 (2. Ö-kvk)   Völlur 3 
 

Æfingin fellur niður á sunnudag

Blakæfingin á sunnudag, 9. des. fellur niður vegna vinnu í íþróttasalnum

Æfingaleikur?

það kom upp sú hugmynd að reyna að fá æfingaleik t.d. næsta sunnudag 2. des. (á æfingatíma) fyrir þessar sem byrjuðu að æfa í haust.  Afturelding er með lið með "nýbyrjuðum" sem væri fínt að spila við.  En áður en það verður ákveðið þarf að vita hvort þið getið mætt á sunnudaginn??  Svara hér!

Piparkökumót

Piparkökumót Fylkis verður haldið sunnudaginn 9. desember.  Þær sem ætla að taka þátt skrái sig hér Sideways

Út að borða

Á síðustu æfingu var rætt um að halda í hefðina og fara út að borða fyrir jólin.  Dagurinn sem um ræðir er miðvikudagurinn 19. des. kl. 20.  Staðurinn er Galileo Hafnarstræti 1-3 Tounge  Ætla ekki örugglega allar með?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband