Færsluflokkur: Íþróttir

Partý - út að borða á undan

Stefnum á partý fös. 3. okt.  Ákveðið var að fara fyrst út að borða á Fridays ca. kl. 19. Tounge   Þær sem vilja koma með endilega skrái sig hér fyrir 1. okt., svo hægt sé að panta borð Sideways

Bolir með nafni á æfingu

Þær sem eiga boli merkta með nafninu sínu eru vinsamlegast beðnar að mæta í þeim á æfingar, til að auðvelda nýjum þjálfara að læra nöfnin á okkur Happy

Leikjaplan í Austurbergi á sunnudag

Við miðum við að vera mættar 1/2 klst. fyrir fyrsta leik.

TímiDeildLið ALið BUmsjónVöllur
Sunnudagur 28. september 2008
09:352. KvkÁlftanes BHK utd.ÍK B (2. Kvk)3 
11:202. KvkÁlftanes AÁlftanes BHK utd. (2. Kvk)3 
13:402. KvkHK UngarÁlftanes BHK utd. (2. Kvk)3 
14:502. KvkÁlftanes BAfturelding -2 Álftanes A (2. Kvk)3 
16:002. KvkÁlftanes BÍK BHK (1. Kk)2

TímiDeildLið ALið BUmsjónVöllur
Sunnudagur 28. september 2008
10:102. KvkHK UngarÁlftanes AÁlftanes B (2. Kvk)3 
11:202. KvkÁlftanes AÁlftanes BHK utd. (2. Kvk)3 
12:302. KvkAfturelding -2 Álftanes AÍK B (2. Kvk)3 
14:152. KvkÍK BÁlftanes AStjarnan B (1. Kvk)3 
16:352. KvkÁlftanes AHK utd.Afturelding -2 (2. Kvk)3


Haustmót BLÍ 28. sept. í Austurbergi

Þróttur heldur haustmót BLÍ sunnudaginn 28. sept. í Austurbergi kl. 9-18

Þær sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu skrái sig hérWink


Fundur á sunnudag

Stuttur fundur verður fyrir æfingu sunnud. 21. sept. kl. 19:15

Rætt verður um æfingagjöld og vetrarstarfið.

Allar hvattar til að mæta, hvort sem þær eru "gamlar" eða nýbyrjaðar Smile


Hnéhlífar

Svona til upplýsinga fyrir ykkur nýju stelpur, þá fást fínar hnéhlífar hjá Altis Bæjarhrauni 8.


Opnar æfingabúðir á Hvolsvelli.

Nú er tækifæri til að byrja blaktímabilið af krafti.

Hinar geysivinsælu æfingabúðir Dímonar verða á Hvolsvelli helgina 20. og 21. september. Þá stendur blakdeild Dímonar í þriðja sinn fyrir opnum æfingabúðum fyrir blakara í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Blakdeildin hefur fengið aftur til liðs við sig hina landsþekktu blakara þau Emil Gunnarsson og Laufeyju Björk Sigmundsdóttur  til þess að skipuleggja æfingabúðirnar og stjórna æfingum alla helgina. 

 

Æfingabúðirnar hefjast klukkan 10:00 laugardaginn 20. sept  og standa æfingar með hléum til klukkan 18:00.  Á sunnudeginum hefjum við svo leikinn aftur kl. 10:00 að morgni æfum til hádegis og  sláum svo upp móti í lokin. 

 

Gjald fyrir alla helgina er kr. 5000.-   Innifalið í gjaldinu er þjálfunin, keppnin og léttur hádegisverður báða dagana  og að sjálfsögðu kaffi eins og hver vill.  Hægt er að taka þátt annan daginn og kostar það kr. 3500.-  Hámarksfjöldi þátttakenda báða dagana er 40 manns.

 

Æfingabúðirnar eru opnar fyrir alla þá sem stunda blak, konur og karla og hafa áhuga á að auka færni sína í íþróttinni. Aldurstakmark 16 ár.  Markmiðið er að eiga saman skemmtilega helgi þar sem hver og einn mætir á sínum forsendum.  Þau Emil og Laufey munu svo sjá til þess að allir fái æfingar við sitt hæfi. 

 

Nánari upplýsingar og skráning hjá Halldóru í síma 488-4242 , 868-6895 eða  halldora@hvolsskoli.is og hjá Maríu Rósu  sími – 487-8694 , 865-3694 eða mariarosa@simnet.is

Síðasti skráningardagur miðvikudagur 17. september  kl.24:00.

 

Látið ekki frábært tækifæri fram hjá ykkur fara.  Sjáumst hress á Hvolsvelli um aðra helgi.

 

Með blakkveðjum

 Blakdeild Dímonar. 

ÆFINGATÍMAR !!!

SUN 20:00 - 22:00 & MIÐ 20:50 - 22:30   Wink

 Þjálfari: Róbert Karl Hlöðversson, stjörnublakmaður úr Stjörnunni  Smile

** Þá er fyrsta æfingin búin og gekk bara vel. Margar nýjar mættar og um að gera að mæta strax og strax vel, ef menn ætlað að vera með, það er miklu skemmtilegra og auðveldara, fyrir hverja og eina og fyrir hópinn ** Þegar líður á haustið er tekið fyrir nýliðun **

 

** Skráningar fara fram hjá Þorgerði (thorgerdur@alftanes.is). Æfingagjöld verða ákveðin eftir nokkrar æfingar, þegar við sjáum hvað við verðum margar o.s.frv. ** Endilega verið svo duglegar að fylgjast með hér á síðunni og SVARA þegar við á (bæði já og nei) ** Gott að kíkja líka reglulega inn á blak.is til að fylgjast með þegar mótin fara að detta inn **

LoL  GLEÐILEGAN BLAKVETUR  Kissing


Ekkert blak á laugardag

verðum að fresta blakinu sem átti að vera í dag vegna fámennis!


Blak á laugardag??

sælar,

Eru einhverjar til í inniblak í íþróttahúsinu á laugardaginn?? Salurinn er laus kl. 13 getum við ekki skrapað í 8- 12 stelpur og tekið í smá bolta??

Endilega segið hverjar eru geim or not

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband