Færsluflokkur: Íþróttir

Stjörnumótið 9. nóv.

Stjörnumótið verður haldið sunnudaginn 9. nóv. í Ásgarði http://blak.is/default.asp?page=frettir/lesafrettir.asp&FrettID=866

Þetta mót er fyrir alla sem vilja taka þátt.  Við höfum haft það þannig að þið sem ætlið að taka þátt skráið ykkur hér á bloggið í síðasta lagi viku fyrir mót.  Svo sér þjálfarinn um að skipta í lið.  Gott að heyra líka frá þeim sem komast ekki.

Vinsamlegast skráið ykkur hér í athugasemdir.


Allt að gerast.....

Nú eru myndirnar af okkur að detta inn á síðuna, og verið að leggja lokahönd á textann.  Við færum Helgu ljósmyndara bestu þakkir fyrir Smile

Myndataka - taka 2

Þær sem eiga eftir að láta taka mynd af sér, vinsamlegast mætið í íþróttahúsið á sunnudaginn kl. 19:30.  Þær sem eru ósáttar með sína mynd, er velkomið að koma þá líka og fá aðra mynd Sideways

Búið að raða 3. deildinni

Nú er búið að raða upp 3. deildinni í Íslandsmótinu í blaki.  1. umf. verður í Mosfellsbæ 1. og 2. nóv., 2. umf. verður í Ólafsvík 20. og 21. feb. og úrslitamótið verður svo hjá okkur á Álftanesi 20. og 21. mars.  Sjá nánar: http://bli.is/news/af_3._deildinni/

Þær sem voru búnar að gefa kost á sér í deildina eru: Eyrún, Íris, Kiddý, Lilja, Matthildur, Ragga, Rúna, Sigga, Sissa, Sóla og Þorgerður.

Eru fleiri eða færri? Halo


Munið eftir myndatökunni á sunnudag

Minni ykkur á myndatökuna á sunnudag Smile  (sjá færsluna "Myndataka" hér örlítið neðar á síðunni.

partý myndir

Jæja mér tókst það loksins að minnka myndirnar og setja þær í albúm.. Tékkið á þeim það var sko stuð á okkur þarna

kv Rúna


Myndir á síðu - leiðbeiningar

Sælar dömur.

Nú er komið meira myndapláss á síðuna okkar og vil ég benda ykkur á að setja ekki of stórar myndir inn, það étur allt plássið okkar.

Það sem best er að gera er minnka myndirnar allar í einu í sömu möppunni og zippa þær svo í einni heild og senda þannig inn á síðuna okkar.

Það einfaldar hlutina hjá ykkur líka þannig að þið þurfið bara að velja eina zip möppu og inn í henni eru allar myndirnar og þá hleður tölvan öllum zip myndunum inn.

Þær sem ekki vita hvað ég er að tala um eru leiðbeiningarnar eftirfarandi:

Það þarf að hafa "image resizer" í tölvunni og þið sjáið hvort þið eru með þetta eða ekki með því að hægrismella á eina mynd og ofarlega á að standa "resize picture" eða álíka. Ef það er ekki, þá þurfið þið að sækja það í Microsoft og þið finnið það hér hægramegin á síðunni og er 5 neðst. Gerið "run" á þetta og þá er mynda smækkarinn kominn.

Þegar þið eruð komin með þetta litla hliðarforrit frá Microsoft, þá getið þið valið allar myndirnar í möppunni og hægrismellt og minnkað myndirnar. Hún kemur með valmöguleika á hvaða stærð á að minnka í og er 600x800 ákjósanleg stærð.

Þessi myndaminkun eyðir ekki upprunalegum myndum svo þið eigið alltaf afrit af þeim.

Nú er að búa til möppu sem litu myndirnar eiga að fara í og færa þær þangað. Þegar allar myndirnar eru komnar á sinn stað á að fara til baka í möppuna, hægrismella og "send to --> compressed zip folder"

kennsla
 

Þá tekur tölvan við að þétta skránna og eftir það á þetta að vera svona:

kennsla2

þá er bara að opna blakið okkar og setja myndirnar inn beint frá zip skránni.

kennsla3

 Vonandi hjálpaði þetta eitthvað.

Helga

 

 


Myndataka

Jæja þá er komið að því að taka myndir af hverri og einni til að hafa hér á síðunni.  Helga ætlar að  taka myndirnar og fer myndatakan fram í íþróttahúsinu á undan æfingunni sunnudaginn 12. okt.  Allar að mæta í svörtu adidas peysunni, þær sem ekki eiga svoleiðis peysu fá bara lánaða hjá hinum.

Kl. 19 þær sem fara í ræktina á undan æfingu, og þær sem heita nöfnum sem byrja á B til og með E.

Kl. 19:15 þær sem heita nöfnum sem byrja á G til og með Í

Kl. 19:30 þær sem heita nöfnum sem byrja á K til og með R og líka þær sem heita Þ

kl. 19:40 þær sem heita nöfnum sem byrja á S

ATH. myndatakan er fyrir ALLAR líka þær sem eru skráðar í "frí" núna


Ekki fleiri nýjar!

Nú er september liðinn, og ekki eru teknar inn fleiri nýjar blakkonur.

Úrslit á Haustmóti BLÍ

A lið Álftaness lenti í 3. sæti, og B liðið lenti í 6. sæti Wizard


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband