Færsluflokkur: Bloggar

Allar að mæta á æfingu á miðvikudag

Á miðvikudag stendur til að stilla upp liðum fyrir Íslandsmótið, svo mikilvægt er að allar mæti Cool

HK-mótið

Leikjaplanið á HK-mótinu á morgun er komið inn á www.blak.is

fyrsti leikur er kl. 9:30, allar að vera mættar 30 mín. fyrir fyrsta leik Smile


Leikjaplan 2. deild kvenna

Leikjaplan 2. deildar kvenna fyrir veturinn er nú tilbúið, hægt er að skoða það inn á www.blak.is

Fyrsti leikurinn hjá okkur er heimaleikur, mánudaginn 11. október kl. 19:30

Í heimaleikjum þurfum við að leggja til ritara og stigavörð.  Það er skrifuð "alvöru" leikskýrsla, ekki eins og á trimmmótunum.  Hér með er auglýst eftir einhverjum sem tilbúnar eru til að læra að skrifa svona skýrslu. Smile


Haustmót HK 2010

Haustmót HK er fyrsta mót vetrarins.  Mótið verður haldið laugardaginn 18. september, hugsanlega verður spilað líka föstudagskvöldið 17. september.  Nánar á www.blak.is

Vinsamlegast skráið hér í athugasemdir hvort þið ætlið að taka þátt eða ekki Smile


Blaki - Blaki - everybody

sælar skvísur

Er stemmari að hittast í íþróttahúsinu á miðvikudaginn 25. ágúst kl. 20 og taka í smá blak... Bara spil ekkert ves

SKrá sig hér af eða á Wink


Æfingar hefjast 1. september

Æfingar hefjast að nýju miðvikudaginn 1. september kl. 20:50.  Æfingatímar verða óbreyttir þ.e. á sunnudögum kl. 20-22 og á miðvikudögum kl. 20:50-22:30.


Mosöld lokið!

Þá er öldungmótinu í Mosó lokið, mótið verður svo í Vestmannaeyjum að ári Smile

A og B lið fengu silfur og flytjast því upp um deild.  Það gekk hins vegar ekki alveg eins vel hjá C liðinu sem fellur niður um deild að ári. Undecided 

Nánar um úrslit leikja á www.blak.is og svo eru myndir á www.mosold.is


Haukshús miðvikudaginn 12. maí

Miðvikudaginn 12. maí er mæting í Haukshús kl. 19-19:30.  Allar velkomnar, hvort sem þær eru að fara á öldung eða ekki Cool

Vinsamlegast staðfestið mætingu hér fyrir 10. maí (upp á fjölda í matinn)Smile


Fundur miðvikudaginn 5. maí.

Fundur verður haldinn í félagsaðstöðu UMFÁ miðvikudaginn 5. maí kl. 19:30.  Fundarefni er aðallega starfið næsta vetur.  Mikilvægt að sem flestar mæti.Smile

Miðvikudagsæfing fellur niður

Æfinging á morgun miðvikudaginn 28. apríl fellur niður vegna íbúafundar í íþróttasalnumBlush

Minni á að það eru aðeins 3 æfingar eftir fram að öldung W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband