Færsluflokkur: Bloggar

Blakmót sunnudaginn 19. des.

Það verður einstaklingskeppni í blaki á æfingunni sunnudaginn 19. des. (síðasta æfing fyrir jól), vegleg verðlaun í boði. 

Við ætlum að bjóða blakstrákunum að vera með okkur ef það verður pláss Smile

Það er mjög mikilvægt að þær ykkar sem ætla að mæta og taka þátt skrái sig hér í athugasemdir, í síðasta lagi miðvikudaginn 15.des.


Litlu blakjólin - skráning

Litlu blakjólin verða haldin miðvikudaginn 15. des. kl. 19.

Skráið ykkur hér og borgið (sjá tölvupóst) í síðasta lagi sunnudaginn 12. des.

Allar að muna eftir litla jólapakkanum, viðmiðunarverð er um kr. 1.000 Wizard(pakkinn má að sjálfsögðu kosta minna) Halo


Stjarnan - Álftanes, úrslit

Lið Álftaness fór og spilaði við Stjörnuna í dag, úrslit urðu 3-0 (25-12, 25-16, 25-22) fyrir Stjörnunni.


Æfingin fellur niður í kvöld 1. des

Æfingin í kvöld 1. desember, fellur niður.  Þjálfarinn er að keppa í Garðabæ, og er mælst til þess að A-liðið mæti þangað kl. 20 og horfi á leikinn,  B og C liðin mæta í æfingaleik í Fagralund kl. 19.Smile

HK - Álftanes, úrslit

Í gærkvöldi fór fram leikur í 2. deildinni, þar spiluðu HK og Álftanes, Hk vann leikinn 3-0 (25-19, 25-20, 25-23)


Piparkökumót Fylkis

Piparkökumót Fylkis verður haldið laugardaginn 11. des. sama dag og jóla og góðgerðadagurinn er hér á Álftanesi, þar sem við verðum með kökubasar.

Ég hvet C - liðið sérstaklega til þátttöku í mótinu, skráið ykkur hér í athugasemdir Cool


Æfingaleikur B og C lið

HK - Wunderblak býður b og c liði aftur í æfingaleik, miðvikudaginn 1. des. kl. 19-21  skráið ykkur hér í athugasemdir Smile

ATH. var að taka eftir að þjálfarinn er að keppa á miðvikudag, svo hann mætir varla á æfinguna okkar.......Errm


Þróttur Rc - Álftanes, úrslit

Álftanes spilaði 1 leik í 2. deildinni við Þrótt í gær í Hagaskóla.  Þróttur vann leikinn 3-0 (25-18, 25-20, 25-16) Undecided

Næstu leikir í 2. deildinni

Nú verður tekið á því í 2. deildinni, því það verða spilaðir 3 leikir á einni viku W00t

Laugardagur 27. nóv. kl. 12 í Hagaskóla, Þróttur Rc - Álftanes

Þriðjudagur 30. nóv. kl. 19:45 í Fagralundi, HK b - Álftanes

Laugardagur 4. des. kl. 16:30 í Ásgarði, Stjarnan A - Álftanes

Allar sem ekki eru að spila eru hvattar til að koma og horfa á leikina Smile


Æfingin í kvöld fellur niður

Æfingin í kvöld miðvikudaginn 17. nóvember fellur niður.  Sjá nánar í færslu hér fyrir neðan.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband