Færsluflokkur: Bloggar

Trölli 2012 - Gisting

Sælar stöllur,

Eins og fram kom í emailinu sem við sendum á ykkur þurfum við að taka ákvörðun um fyrirliggjandi tilboð varðandi gistingu á Siglufirði.

 Vinsamlegast svarið könnuninni hér til hliðar!

 

 


HK styrktarmót - laugardaginn 24. september

HK heldur styrktarmót í Fagralundi næstakomandi laugardag, 24. september.

Vinsamlegast skráið hér fyrir neðan hvort þið komist eða ekki fyrir lok þriðjudags. Skráningafrestur rennur nefnilega út á miðvikudag. :)

 


Haustmót BLÍ 17. sept.

Þróttur heldur haustmót BLÍ laugardaginn 17. sept. í Austurbergi.

Vinsamlegst skráið hér í athugasemdir hvort þið komist eða ekki.

Eins og áður reynum við að halda þeirri reglu að vera búnar að skrá í athugasemdir ca. viku fyrir mót Smile


Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta æfing vetrarins verður sunnudaginn 4. september kl. 20-22. Tekið á móti nýliðum til og með 18. sept. Smile

Æfingatímar:  Sunnudagar kl. 20-22

                     Miðvikudagar kl. 20:15-21:55


Blakútilega 12-14 ágúst

Jæja bara minna á FJÖLSKYLDU útileguna okkar helgina 12.-14. ágúst á Flúðum. Að sjálfsögðu mæta allir sem vettlingi geta valdið, eða í það minnsta finna 1 svefnpoka eða svo heima hjá sér - hitt reddast ;) Stefnan tekin þangað á föstudeginum eða laugardeginum ef það hentar einhverjum betur ;-) Í boði verður rosalegt strandblak, heyrði einhverjar lofa bikini - og svo svona venjulegt blak í sandi (fyrir þá sem ekki kunna "réttu" reglurnar) - kvöldvaka með vareldi (íní míní ponsu litlum ;) fjölskyldukeppni, sundferðir og margt fleira skemmtilegt. Endilega komum sem flestar saman með famílíunum okkar og hitum upp fyrir frábærum vetri.

Sjáumst hressar =)


Myndakvöld og slútt

Jæja þá er komið að því.......

Haldið verður myndakvöld og slútt blakskvísna n.k miðvikudag 18.maí kl 20.30 Helga sæta ætlar að bjóða okkur skvísunum útfyrir Álftanesið í menninguna í Hafnarfirði (heimilsfang sent í tölvupósti). Við ætlum að eiga skemmtilegt kvöld saman og hlæja dáldið af allri vitleysunni í okkur.........mæli með að æfa grindarbotnsvöðvana vel þangað til.........og nú fyrir þær sem treysta sér ekki í það má allltaf vera með innlegg....!!!!!

Hér með bið ég allar skvísur sem tóku myndir að setja þær vinsamlegast annaðhvort á disk eða usb-lykil og mæta með á svæðið. Tölva og skjávarpi verða á staðnum svo þetta verður svoldið ALVÖRU....eins og allt annað hjá okkur =)

Var talað um það að svona 2 og 2 myndu taka sig saman og koma með eitthvað snarl að snakka á(þið megið að sjálfsögðu koma með eitthvað einar og óstuddar ;) - svo þetta verður bara surprise "buffet" (s.b hlaðborð fyrir óenskumælandi fólk ;)

Veit þið eruð vanar að láta mata ykkur á upplýsingum og fá dagskránna niðurnjörvaða útgefna í svaðalegu riti en þetta verður svona frjálst val í alla staði. En væri samt frábært ef þið mynduð nú leggja ykkur svoldið fram í fatavali og andlitsförðun........það er nú ekki á hverjum degi sem við förum úr sveitinni ;o) 

Gott væri að vita af því ef þið komist EKKI.........

Afsakið langlokuna en ég er bara svoooo spennt........enda kvöldið rétt að byrja núna um 23.30

F.h nýkjörinnar stjórnar (hafa þetta svoldið alvöru, he he ;)

Linda Tholl


Fundur í blakdeild

Boðað er til fundar í blakdeild kvenna, mánudaginn 16. maí kl. 20 í félagsaðstöðu UMFÁ.


Öldungamótið í Eyjum - úrslit

Þá er velheppnuðu öldungamóti í Vestmannaeyjum lokið. 

A-liðið lenti í 1. sæti í 3. deild, með fullt hús stiga, spilar því í 2. deild að ári.

B-liðið lenti í 2. sæti í 6. deild, spilar því í 5. deild að ári.

C-liðið lenti í 4. sæti í 9. deild, og vinnur þá deild að ári Cool

Næsta öldungamót verður haldið á Tröllaskaga (Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði) dagana 28. - 30. apríl 2012. 


Siglt frá Landeyjahöfn!

Allar líkur eru nú á því að við siglum frá Landeyjahöfn kl. 17:40, fyrsta ferðin í fyrramálið verður frá Þorlákshöfn og svo tvær ferðir frá Landeyjahöfn.

Ef þetta verður staðfest í fyrramálið, þá seinkum við okkar brottför um 1 klst. hittumst við Bessann kl. 14:30 (þá eru bílstjórarnir búnir að pikka upp) Smile


Ljótufataæfing......

N.k sunnudag 1.maí þá verður Ljótufataæfing hjá okkur. Höfum extra gaman á síðustu æfingunni fyrir Öldung :) Vinningshafi fær góðan drykk að launum í Vestmannaeyjum (óáfengan eða vel fengan-jafnvel illa fengan ;)

Þið ráðið hvort þið hafið þetta íþróttaföt eða bara LJÓT föt....!!! en endilega verið í ykkar íþróttaskóm og með ykkar hlífar svo allir séu til í slaginn. Hversu langt viljið þið taka þetta - ljót hairdue - "setja upp" ljótt andlit o.s.frv..........

Einnig eruð þið vinsamlegast beðnar um að finna innra með ykkur allSVAKALEG fögn til þess að fagna t.d hávörn - boltinn beint í gólfið úr uppgjöf - peppfagn ef gengur ekki alveg nógu vel - sérstaklega sætur bolti unnin (ein getur þá byrjað á einhverju flottu og hinar taka undir)

Sjáumst LJÓTAR á sunnudag - veit þetta er sérstaklega erfið raun fyrir okkur fallega fólkið í Álftanesblakliðunum ;)

SKEMMTINEFND


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband