JÓLA-STRESS-DETOX !!!
18.12.2008 | 17:18
JÓLA-STRESS-DETOX !!!
Fer fram í íþróttahúsinu á æfingatíma á sunnudaginn, þ.e. 21 des kl:20:00 - 22:00...
Hitum okkur upp og förum svo í "áramóta-spil"; einstaklingskeppni svipað og á æfingu um daginn, nema hvað það verður dregið í lið og úrslitin skráð á þar til gert blað...
Svo getum við ímyndað okkur að við förum í heitan pott og komum alveg svakalega slakar heim !!!
Hittumst heilar & hressar !!!
Athugasemdir
Líst vel á þetta hjá ykkur, var nú búinn að tala um að koma ekki, en ætla að reyna að fá barnapíu til að passa fyrir mig og mæta.
Sigríður Lovísa Sigurðardóttirs (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:44
já mín er líka að hitna eitthvað..... aldrei að vita nema maður skelli sér bara ha.......
Rúna Lísa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 19:30
Já þið eruð öflugar að kynda undir!! Geri það sem ég get til að mæta.
Kiddý (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:05
Ég mæti.
Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:37
Úff, maður ætti að kynda meira !!! Ég er búin að liggja eins og drusla með upp+niður+hita+beinverki+name it - síðan við vorum að troða okkur út saman á miðvikudaginn !!! Veit hreinlega ekki hvort ég verð komin á lappir á morgun, og ef ég verð komin á lappir hvort það verða ekki eintómir brauðfætur !!!.... (ég er s.s. "óákveðin")
Íris Dögg (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 17:38
Ég hvet allar til að mæta, spilum jólalög og höfum gaman. Að sjálfsögðu fær svo sigurvegari kvöldsins verðlaun
Þorgerður (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:17
kemst því miður ekki á æfingu í kvöld :/ Þarf að hjálpa ömmu þrífa,skreyta og versla og svo buðu mamma og pabbi mér út að borða í tilefni dagsins um daginn ;D Skemmtið ykkur ótrúlega vel á æfingunni :D
Gleðileg jól og sjáumst hress á nýju ári :)
Sandra (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:48
Ætla að reyna að mæta, kiss og kel...Hlín
Hlínsa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:09
Vildi óska að ég kæmist en ég er því miður veik heima en skemmtið ykkur geggjað vel og gleðileg jól
Katla (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:53
Kemst ekki i kvold... stend enn i jolastussi - aefingin hljomar samt alveg hrikalega vel! Goda skemmtun
Selma (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 17:42
Nú er klukkan orðin 17:45 á sunnudegi og mér sýnist við nöfnurnar þær einu sem eru búnar að staðfesta mætingu og svo eru 4 sem eru í óvissu..... verður æfing í kvöld? væri gott að vita af því sem fyrst svo það sé þá hægt að skipuleggja annað.
Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 17:44
Sælar, já eitthvað er rólegt í skráningu, kem með strákana með mér ef við náum í lið, teljið mig með. Kíki á síðuna 19:30.
Sigríður Lovísa Sigurðardóttirs (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:01
ÞAÐ VERÐUR ÆFING Í KVÖLD!!
.....en ég get engu lofað með hvað margar mæta.....það er undir ykkur sjálfum komið
Margar voru búnar að skrá sig í færslunni á undan þ.e. Æfing sunnudaginn 21. des.?
Þorgerður (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.