Kökubasarinn okkar

Vinsamlegast skilið kökum, brauði, tertum o.þ.h. varningi í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar milli kl. 19:30 og 20 á föstudag.  Ástæða þess að skila á kökum þangað er að þar er stór kælir.  Kökunum skal skila innpökkuðum, þannig að þær séu tilbúnar til sölu.  Gott væri að fá aðstoð við verðlagningu þarna á sama tíma Whistling  Þær sem ekki geta skilað á tilsettum tíma, semji við einhverja aðra um að skila kökum fyrir sig.

Svo þarf að standa vaktina á laugardag frá kl. rúml. 14-18 (opnað kl. 15)  Linda og Sissa eru búnar að bjóðast til að byrja.  Sissa er til í að vera til kl. 15 og Linda til að verða fjögur. 

Hverjar af þeim sem eru ekki að keppa geta svo tekið vaktir?  Keppendur láta svo væntanlega sjá sig að móti loknu Errm

Dagskrá jólastemningar má sjá hér:  http://alftanes.is/Files/Skra_0031752.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að baka kókostertu með súkkulaðifrauð. Ég kemst ekki á föstudagskvöldinu vegna jólahlaðborðs svo ég reyni að semja við einhvern. Ég er að sjá um jólaföndur á Holtakoti á laugardaginn til að verða 14 og svo er ég með litla orma sem þarf að hafa ofan af fyrir í dagskrá þennan dag svo ég segi pass á vakt.

kv. Þorgerður Elín

Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:39

2 identicon

Mér þykir það leitt en ég get því miður ekki staðið vakt, þar sem ég verð í vinnu hluta úr degi og svo fer ég beint  í áttræðisafmæli.    Sorry!   Ég kem með kökur .  Túrilú og skemmtið ykkur vel á mótinu.   kiss og kel   Hlínsa öfundsjúka

Hlín (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:26

3 identicon

Ég get verið frá þrjú til hálf fimm, eftir það ætla ég að vera með litluna mína við jólatréð.  Ég kem með kaffiostakökur tvær.
Kv. Siffa

Siffa (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:22

4 identicon

Flott Siffa að þú getir verið til 16:30

Þorgerður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:37

5 identicon

er ekki i lagi að ég komi bara með mitt á morgun??? um leið og ég mæti!!! ég veit ekki hvort að ég kemst í kvöld..... en verð eiginlega að reyna til að vita hvernig ég eigi að starta þessu  kl 14 hmmmmmm

kv sissa

ps: reikna með að kíkja í partýið með 2-3 öl...;) gangi ykkur vel á mótinu á morgun ÁFRAM ÁLFTANES:)

sissa (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:36

6 identicon

Sissa það er í lagi að þú komir með þitt á morgun þegar þú mætir, en þá þarftu að verðleggja það sjálf  Heyri í þér í kvöld ef þú kemur ekki.

Þorgerður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:40

7 identicon

Sælar dömur. Ég hreinlega kemst ekki í kvöld með kökuna. Hún er bara ekki tilbúin. Mér fannst of snemmt að setja á hana í gærkvöldi og var að koma heim rétt í þessu. Er að fara út í kvöld, þannig að ég verð bara að koma með hana á morgun. Ég get staðið vaktina frá 16-17 ef það hentar ykkur.

Kem með eina hnallþóru (marens, rjómi, kókosbollur og krem)

 Kveðja Kolla

Kolbrún (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:03

8 identicon

Flott Kolla að þú verðir á vaktinni kl. 16-17

Þorgerður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband