Uppskriftir

Stelpur setjið hérna inn uppskriftirnar af öllum frábæru réttunum sem voru á slúttinu Tounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK - ég skal ríða á vaðið með "ávaxta-prótein & trefja-desertinn" minn;

Lu-desert með skyri

1 pk Lu-kanilkex

100 gr Smjörvi

1 stór dós KEA vanilluskyr

smá vanillusykur

1/2 l rjómi

bláberjasulta

2-3 öskjur jarðarber

bláber

- kexið er mulið og sett í skál

- Smjörvinn er bræddur og blandað saman við kexmulninginn, sett í skál

- rjóminn er þeyttur

- skyri og þeyttum rjóma blandað saman og smakkað til með vanillusykri, svo hellt yfir kexið

- bláberjasultu smurt yfir

- þakið vel með berjum

* gott að gera (allt nema berin) einhverjum klst, jafnvel daginn áður en bera á réttinn fram, þá nær kexið að blotna og mýkjast enn betur en ella*

Íris Dögg Ingadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:16

2 identicon

...og í kaupbæti fylgir önnur útgáfa;

Lu-réttur með súkkulaðirjóma

1 pk Lu-kanilkex

bláberjasulta (tæplega 1 krukka)

1 peli rjómi

tæplega 150 gr (1 poki) súkkulaðispænir

ca 2 box jarðarber + bláber (eða epli + vínber ef hitt ekki fæst)

- kexið er mulið og sett í skál

- sultunni hrært saman við

- rjóminn þeyttur og súkkulaðispæninum blandað útí hann

- honum svo murt yfir kexið og síðan skreytt með berjunum

* Gott að gera (allt nema berin) einhverjum klst eða jafnvel daginn áður en bera á réttinn fram, þá nær kexið að blotna og mýkjast enn betur en ella *

Íris Dögg Ingadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:21

3 identicon

Kjúklingaburritos    Grænmeti:Paprika eftir smekkBrokkoli eftir  smekk½ LaukurFuruhnetur eftir smekk2-3 HvítlauksrifSmávegis ferskt korianderAllt skorið smátt Kjúklingabringur skornar í  bita og steiktar úr hvítlauks-kryddolíu frá Pottagöldrum.Kriddað með garlic season-all Sósa:Rjómaostur½ kukka af Creole sósu frá Discovery (ég nota minnst eina krukku)Sósan er hituð í  sér potti. Öllu er  svo  blandað saman, kjúklingnum grænmetinu og sósunni. Eftir að öllu er blandað saman er sett  hæfilega  mikið magn á mexikóskar pönnukökur og rúllað upp. Raðað í eldfast  mót og einni  dós af sýrðum rjóma smurt yfir. Rifnum osti  er svo stráð yfir að lokum.Hitað í ofni í 15-20 min. Ég set mjög oft nachos yfir réttinn á undan ostinum  - Mjög gott J                                                 VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

Bergrós (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband