Öldungamótið
23.1.2008 | 23:24
Hverjar ætla pottþétt á öldung, hverjar ætla kannski, hverjar ætla ekki, hverjar eru að hugsa málið........... Sem sagt, endilega skráið í athugsemdir hvað þið eruð að pæla. Skrifið nú allar eitthvað svo hægt sé að fara að átta sig á stöðunni
Gott væri að það fylgdi með hverjar geta keyrt
Athugasemdir
ég fer pottþétt á öldung en get ekki keyrt þ.e. kemst ekki á bíl en get alveg keyrt samt þið skilið
Rúna Lísa (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:51
ég fer líka pottþétt á öldung, reikna ekki með að geta lagt til bíl
Þorgerður (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:22
ÉG FER EINNIG POTTÞÉTT á Öldung - get ekki lagt til bíl
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:42
Ég fer pottþétt á öldung.
Sigrún Edda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:04
Ég fer líka POTTÞÉTT á Öldung :) Ich cahn drivhen ein Porsche !! hey hann er þýskur..................
Gæti tekið 4 með mér en færi betur bara um bara 3 á svona langri leið, þá er sko hægt að hafa það kósý. Blasta tónlistina, opna einn kaldan, ja eða tvo (allir nema ég sko.......) hafa teppi í bílnum og þá erum við sko að tala saman. Ohhh hvað er langt í þetta..................
Linda pinda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:05
Já - hann er kannski þýskur (örugglega ef þú segir það), en þetta var ekki þýska... MEIN GOTT
- og já - hrikalega verður gaman, alveg frá Álftanesafleggjara "hin und zuruck" og ferlega er langt í þetta !!!! 
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:40
sorry eins og staðan er í dag þá kemst ég ekki á öldung.
Frekar fúlt en ég verð með ykkur í anda!!
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:30
Já- en ekki hvað????? er þetta ekki það sem við lifum allar fyrir he he.... og núna fær maður að upplifa Öldung í allri sinni dýrð
, ökurferð, gisting og út að borða öll kvöld he he..... ekkert vesen Lilja þetta er húsmæðraorlof!!!!! Veit ekki með bílamál... nenni eiginlega ekki að keyra þessa leið... en ef vandræði verða get ég verið á bíl!!!
kveðja Sissa
ps: geta netstjórar ekki sett upp svona niðurteljara í Öldung!!!!
Sissa (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:58
Sælar stúlkukindur... long time no c
ég geri fastlega ráð fyrir að fara á öldung sem og mæta á æfingar sem fyrst...!
Kveðja, Íris
Íris Ósk (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:52
Gleymdi einu...
ég verð ekki á bíl nema þá Lindukagga... enda tekur því ekki núna að aðskilja okkur tvær! Það er orðið of seint og svo á hún svo góðan geisladisk, minnir að hann heiti Reif á sveimi
Aftur kveðja, Íris
Íris Ósk (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:56
Best að láta vita hvað maður er að hugsa. Þar sem ég er dæmigerð Vog
þá er ég ennþá að vega og meta þetta allt saman. Kemst vonandi að niðurstöðu sem fyrst.
bkv,Gurrý
Gurrý (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:41
Ég verð með og get verið á bíl.Var að spá að fara á Dodge ram hann tekur fimm í sæti og mikinn farángur.Þetta verður bara gaman.kv.Eyrún_
eyrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:26
Með, og á bíl.
KvLilja..........kom nokkuð annað til greina.
Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:30
Er með og er farinn að hlakka mikið til, maður fékk svona smá fíling núna á þorrablótinu, allar aðeins búnar að fá okkur eitthvað
en ég veit að þetta er íþróttamót en ekki skemmtiferð
. En ég er að spá í að fá að sleppa því að vera á bíl en ef í vandræði fer gæti ég örugglega fengið bílinn. Líst voða vel að fá far hjá henni Eyrúnu því ég er svo stór
og þarf að hafa nóg pláss.
Kveðja Sigga Lovísa.
Sigga Lovísa (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:30
Ég stefni á öldung.....með bíl....veit ekki enn...
Helga Linnet, 29.1.2008 kl. 23:11
Ég stefni líka á öldung ef aldur og fyrri störf leyfa......og líka að mæta á næstu æfingar nú þegar þorrablót er afstaðið. Er þetta ekki orðið spurning um rútuferð?? Enginn að keyra og allir aftast í skátafíling (eða þannig) Ég gæti hugsanlega blikkað einn rútubílstjóra og fengið afslátt (í blíðu).
Við getum spáð í það. Sjáumst vonandi hressar í kvöld.
Steinka stuð (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:40
Sko Steinku !!!
Langferðabíll væri auðvitað mjög skemmtilegt - EN - við verðum auðvitað a.m.k. 2 lið og keppt á 3-4 stöðum á öllum mögulegum og ómögulegum tímum, svo við verðum að vera á fleiri en einum bíl... Auk þess getum við örugglega farið af stað á dálítið misjöfnum tímum og liggur að öllum líkindum mismikið á heim (m.a. við reynslu undarfarinna ára, á Öldung sem öðrum mótum...)
...eða hvað ?!?
Ungmennafélag Álftaness, 30.1.2008 kl. 13:32
Jú frú ungmennafélag Álftaness, þetta er líklega hárrétt hjá þér, enda hvað væri gaman hjá mér að hafa kallinn hangandi á bekknum allann tímann? Er ekki dodo bann á svona stórmótum?
Steinka (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:40
Sælar allar og takk fyrir síðast.
Ég vil endilega fara á öldung og er farin að æfa á fullu. Ég get verið á bílnum mínum, RAV4. Verð samt ekki alltaf ökufær.
Sjáumst vonandi í kvöld. Bkv.
Sóla (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:49
Hæ hæ, fór einmitt að hugsa þetta en líka í framhaldi af því einmitt þetta, ef eitt liðið á ða keppa á Bolungarvík en hitt segjum á Suðureyri eða eitthvað álíka................... vitið þið eitthvað um hvort þeir á Ísafirði ætli að bjóða uppá einhverjar ferðir á milli staðanna............... en þetta er góð hugmynd, sérstaklega ef hægt er að greiða part gjaldsins í blíðu, he he he þ.e sSteinunn tekur það að sér fyrir allt liðið :) en eru notla orðnir 3-4 dagar.
En vá hvernig sem við komust þangað þá verður þetta geggjað stuð, ég er alltaf að kíkja hérna núna og sjá hverjar eru að bætast í hópinn .............. en kannski er þetta líka í lagi því þær eru bara að fara á bíl þær sem geta tekið bílinn og ef fólk er tilbúið að borga í bensín þessa slatta löngu leið, ég meina þetta raðast niður á 4 til 6 manneskjur pr. bíl bensínið, en er samt örugglega fljótt í 10 kall á haus báðar leiðir og þarna innan sveita...................
en nú ælta ég að þegja
Linda pinda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:52
he he he kom inn niðurteljara á Öldung..........................
Kveðja Linda málóða
Linda pinda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:59
Sælar stúlkur ég reikna ekki með að mæta á öldung í ár, en þó er aldrei að vita. En eins og staðan er núna þá er ég ekki með. kv. Matthildur
Matthildur (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:28
He, he... Hlínsa ofurbloggari fór svo hamförum eftir æfingu í gær, að hún skráði inn á allt öðrum stað að hún ætlaði að koma á Öldung...
Því er því hér með komið á framfæri... (veit ekkert um bílinn hennar)
Íris Dögg (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:26
Sælar alle sammen
Ég missi sko ekki af öldung miðað við lýsingarnar hér á síðunni - ekki að ræða það - hlakka bara ýkt til!!!
Var annars eitthvað að tínast hérna áðan á vefnum og skráði mig á "vitlausan" stað en því er hér með komið á framfæri á réttan stað.
Ég get vel verið á bíl - mjög sparsömum Skoda Octavia Station fyrir þær sparsömu :-) sem tekur sko helling af dóti í skottið - mæn God. Vildi bara koma því á framfæri líka að mamma býr á Súðavík og maðurinn hennar sér m.a. um íþróttahúsið þar og það er alveg frábær aðstaðan þar - bara svona ef Ísfirðingunum vantar stað til að spila - þetta er lang næst og maður er ekki nema ca. 10mín - korter að keyra á milli.
Kv, Hafrún.
Hafrún (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.