Kökubasarinn 1. desember

Þann 1. desember verður jóla og góðgerðadagurinn haldinn á Álftanesi http://alftanes.is/frettir/nr/133774/ 

Þann dag ætlum við að vera með okkar árlega kökubasar kl. 13-16.

Hver og ein leggur til 2 tertur eða ígildi þeirra (mega vera alls konar kökur, smákökur, konfekt eða það sem ykkur dettur í hug, gott að miða við að hægt sé að fá ca. 4000 krónur fyrir bakkelsið frá hverri) Wink

Það vantar einhverjar til að sjá um kökubasarinn, skipuleggja vaktir o.þ.h. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar ég get verið á vakt þennan dag enn hef því miður ekki tíma til að skipuleggja vaktarplan..... er að vinna til ca 12:30 þennan dag á stofunni og get komið beint ;)

Kv Björg

Björg (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 22:34

2 identicon

Sælar... Eg ætti nú að geta hent niður einhverju vaktaplani og staðið vaktina.  Held að það sé lítið sem ekkert planað.  Kveðja H

Hlínsa (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 01:30

3 identicon

Hmmmmm, ég gæti alveg séð um e-ð utanhald, en mig langar óskaplega að sleppa við vakt ef nóg af höndum verður..... (fokkalot-helgi þið skiljið ;-)

Íris Dögg (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 08:48

4 identicon

Sælar! ég get ekki staðið vakt, en reyni að græja kökur :-P

Þurý (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:47

5 identicon

Ég get staðið vagt.

Eyrún (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 07:53

6 identicon

Er alveg laus í vaktarvinnu...

Rúna Lísa (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 13:26

7 identicon

Væri alveg til í að vera laus við að standa vakt......

Þorgerður (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 23:43

8 identicon

Veit ekki enn hvernig þessi dagur verður, get ekki lofað neinu eins og stendur en baka tvær rolo konfekt tertur.

Lilja R (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 00:01

9 identicon

Hæ hæ - ég skal standa vakt og baka e-ð tvennt gómsætt . Verð á svæðinu allan daginn en verð líka í einhverju með foreldrafélaginu svo ég verð í bandi við Hlín í sambandi við vakt/ir.

Hafrún (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 11:22

10 identicon

Hæ stelpur,

Ég get ekki staðið vektina, þar sem ég er ennþá í Flórída á þessum tíma og ég náði því miður ekki að græja kökur áður en ég fór, þannig ég legg inn í staðinn.

Sandra (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 17:19

11 identicon

Sælar

Ég mun baka og get staðið vaktir :)

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 18:05

12 identicon

Stúlkur....

Eg ætti að geta bakað eitthvað ætt.......jaaah eða allavega reynt það ;) hmm varðandi það að standa vaktina þá hlýt eg að koma því við...verð bara í sambandi við Hlín með sèrþarfir #)

Kv èg

Linda pinda (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 22:37

13 identicon

Get ekki staðið vakt né bakað :/

En skal leggja inná fyrir kökum :)

Katla (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 09:49

14 identicon

Baka eins og vindurinn en verð því miður ekki heima þessa helgina og verð því vaktafrí.

 Með kveðju, SD

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 12:24

15 identicon

Sonur minn er á íþróttamóti þessa helgi svo ég veit ekki enn hvort ég get staðið vakt á milli kl. 13 og 16.

Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 17:31

16 identicon

Það er svo svakalega flott dagskrá...ég get staðið e-h vakt en finnst samt alveg nóg að það séu tvær á vakt í einu ... verð í sambandi við Hlín með smá sérþarfir sonur minn er nefnilega líka að fara á mót þessa helgi en ég veit bara ekki hvenær..... Hlínsa þú ert alveg með þetta:;)

Kv Sissa

Sissa (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 22:35

17 identicon

Ég get bakað og tekið vakt - hentar best að taka fyrstu vakt :)

Bergrós (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 09:04

18 identicon

ok ég er ÖMURLEGUR bakari... Get bjargað mér við matargerð er handónýt í bakstri.. sérílagi í einhverju sem er meira fansý en skúffukaka! Ég ætla því að fá að borga frekar... veit ekki alveg með vakt... verð mögulega útúr bænum þessa helgi. Vill því helst sleppa við það ef það er möguleiki

berglind (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 10:33

19 identicon

Vil árétta að þetta ÞARF EKKI að vera FANSÝ !!! (Þarf bara að vera "meira" en 2 litlar skúffukökur, þar sem þær geta tæplega verið verðlagðar á ca 4000 kr...?!?!)

Íris Dögg (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 13:22

20 identicon

erum við að tala um að selja stykkið á 4000 kr eða er verið að tala um 2*2000 kr.

Berglind (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 15:04

21 identicon

Sælar. Ég get tekið eina vakt. Ef það verður nóg af kökum þá vil ég frekar borga því ég á hvorki mömmu né kall. Bkv.

Sólbjörg (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband