Nokkrar dagssetningar
23.10.2012 | 15:29
1. des Jóla og góðgerðadagurinn, okkar árlegi kökubasar
8. des Piparkökumót Fylkis
12. des Litlu blakjólin (húsnæði óskast)
16. des Jólablakmót Álftaness
28. feb KONUKVÖLD (konukvöldsstjóri óskast)
23.10.2012 | 15:29
1. des Jóla og góðgerðadagurinn, okkar árlegi kökubasar
8. des Piparkökumót Fylkis
12. des Litlu blakjólin (húsnæði óskast)
16. des Jólablakmót Álftaness
28. feb KONUKVÖLD (konukvöldsstjóri óskast)
Athugasemdir
Snilld, jólablakmótið bara á afmælisdeginum mínum! :-)
Ég verð í sunny Flórída þegar kökubasarinn er, þannig ég get því miður ekki staðið vaktina en ég kem tveimur kökum á Sólu til þess að koma með frá mér.
Sandra Björk (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 16:28
og mæli með að við fjölmennum líka á piparkökumótið.. alltaf skemmtilegt mót
Rúna Lísa (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 20:53
greinilega nóg að gera framundan.
legg til að við verðum með blönduð lið á piparkökumótinu líkt og á stjörnumótinu.
Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 21:53
Ég tók nú ekki eftir því að það væri mikið blönduð lið á Stjörnumótinu, var ekki bara verið að reyna að raða niður í 3 lið?
En þetta var mjög skemmtilegt mót og gaman hvað það voru margar sem fóru.
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld og vonandi verður jafngóð mæting og á síðustu æfingu. :)
Sólrún (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 08:33
Aldrei dauð stund hjá Álftanes-blökurum
1) verð EKKI í Boston þennan kökubasarinn, og mun því að sjálfsögðu reyna að reiða fram e-ð ALMENNINLEGT í ár !!!
2) PASS á piparkökumót - verð í Boston þá... - og ætti því ekki að skipta mér af því, EN; ÉG ÞOLI EKKI BLÖNDUÐ LIÐ !!! Það er hreinlega bara miklu leiðinlegra; skemmtilegasta blakið fær maður við að spila með fólki á svipuðu leveli (og kannski við lið aðeins betri... svo liðið allt leggi sig enn meira fram) + miklu minni meiðslahætta, en þegar þær sem geta meira fara að valta yfir þær sem geta minna eins og gjarnan getur gerst í blönduðum liðum.... + EKKERT sanngjarnt fyrir þær sem leggja á sig "what it takes" til að verða betri að þurfa svo að hjakka í e-i meðalmennsku, nema í algjörum undantekningartilfellum t.d. á æfingum sem illa er mætt á....
3) Sorry; býð ekki fram húsnæði V/"jet lag" (gæti frekar tekið þátt í matarundirbúningnum ef þarf)
4) Líka PASS; korter í fyrstu fermingu hjá mér þá, þoli ekki meira stress en það...
* Tek undir með Sólrúnu; frábært að sjá svona góða mætingu á æfingu !!!
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:17
...gleymdi Jóla-mótinu okkar = set það strax í dagbókina
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:43
Kökubasar- reyni að baka en get ekki unnið við hann, verð í prófi
Piparkökumót-kemst ekki, verð í prófi.
Litlu-Jól- kemst ekki, fer í próf morguninn eftir
Jólablakmót- KEM 100% :-D loksins, vúhú!!!
Þuríður (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:18
gaman saman - mæti á allt og geri það sem ætlast er til af mér, nema að ég verð fjarri góðu gamni á kökubasar. Mun þó að sjálfsögðu baka, og verð með í anda.
hlakka til kvöldæfingar.
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:27
Ég er kem heim 28.febrúar frá Flóró (sem þýðir að ég er ekki heldur með í deildarmótinu í febrúar) þannig að ég er að öllum líkindum úti á konukvöldinu...mamma á líka stórafmæli þann daginn þannig ég geri ráð fyrir mat með fjöllunni...
Svo á pabbi stórafmæli þegar kökubasarinn þannig ég er nú að öllum líkindum út þar í vinnu líka...!
Hitt er eitthvað svo langt fram í tímann að ég get bara ekki sagt strax af eða á... nenni í mesta lagi skipuleggja mig viku eða tvær fram í tímann allt annað er rugl og vitleysa sem ég get ekki lagt á sálina á mér..
En jú hlakka til að hitta ykkur í stuði í kvöld :)
Berglind (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:45
Eins og staðan er núna er ég laus í þetta allt.
Varðandi blönduðu liðin þá skil ég vel afstöðu Írisar en ég verð samt að segja að við sem erum nýlega byrjaðar og ekki orðnar góðar erum að leggja á okkur "what it takes" til að verða betri; við mætum á æfingar eins vel og við getum með jákvæðu hugarfari og fullar af áhuga.
Besta kveðja,
Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 14:52
That´s the spirit Guðný !!! Fyrir nokkrum árum vorum við allar (nema Matthildur þolinmóða ) á þessum stað - síðan þá hafa sumar lagt meira á sig en aðrar og því sumum farið meira fram en öðrum - og þær eiga líka skilið að spila blak á "sínu" leveli - og ég hef alltaf verið talsmaður þess að ENGIN á neitt sæti í neinu liði; það þarf að vinna fyrir því/tapa því - og það hafa konur byrjað seinna en byrjunarhópurinn og unnið sig upp C - B - A - og það er FRÁBÆRT !!! Er eins og áður sagði með blönduðum liðum á einstaka æfingum, t.d. fyrst á haustin, auðvitað á jóla-, páskamótunum og öllu þannig, EN EKKI í keppnum/æfingaleikjum eða æfingum þegar æft er fyrir mót og ég verð aldrei feimin við að segja þessa skoðun mína..... En þessi færsla snérist víst ekki um þetta, hmmmmmmm.....................
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 19:47
1. des Jóla og góðgerðadagurinn, okkar árlegi kökubasar
Ég verð 100% með í þessum degi, baka - vinn og allt það. Hins vegar verð ég að vera líka innanhandar í skipulagi dagsins þar sem ég er í foreldrafélaginu í skólanum og hugsanlega fæ ég einhver verkefni í tengslum við það.
8. des Piparkökumót Fylkis
Frábært - ég er með eins mikið og maður getur planað svona langt fram í tímann :)
12. des Litlu blakjólin (húsnæði óskast)
Frábært - ég er með. (hélt þetta fyrir nokkru svo ég segi pass á að halda).
16. des Jólablakmót Álftaness
Frábært - ég er með!
28. feb KONUKVÖLD (konukvöldsstjóri óskast)
Frábært - frábært - frábært!!! Þið eruð bara alveg ferlega frábærar og verð að nýta tækifærið og hrósa stjórn fyrir starfið það sem af er vetri. Fínasta skipulag og allt í góðu lagi.
Kveðja, Hafrún.
Hafrún (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.