Myndakvöld og slútt

Jæja þá er komið að því.......

Haldið verður myndakvöld og slútt blakskvísna n.k miðvikudag 18.maí kl 20.30 Helga sæta ætlar að bjóða okkur skvísunum útfyrir Álftanesið í menninguna í Hafnarfirði (heimilsfang sent í tölvupósti). Við ætlum að eiga skemmtilegt kvöld saman og hlæja dáldið af allri vitleysunni í okkur.........mæli með að æfa grindarbotnsvöðvana vel þangað til.........og nú fyrir þær sem treysta sér ekki í það má allltaf vera með innlegg....!!!!!

Hér með bið ég allar skvísur sem tóku myndir að setja þær vinsamlegast annaðhvort á disk eða usb-lykil og mæta með á svæðið. Tölva og skjávarpi verða á staðnum svo þetta verður svoldið ALVÖRU....eins og allt annað hjá okkur =)

Var talað um það að svona 2 og 2 myndu taka sig saman og koma með eitthvað snarl að snakka á(þið megið að sjálfsögðu koma með eitthvað einar og óstuddar ;) - svo þetta verður bara surprise "buffet" (s.b hlaðborð fyrir óenskumælandi fólk ;)

Veit þið eruð vanar að láta mata ykkur á upplýsingum og fá dagskránna niðurnjörvaða útgefna í svaðalegu riti en þetta verður svona frjálst val í alla staði. En væri samt frábært ef þið mynduð nú leggja ykkur svoldið fram í fatavali og andlitsförðun........það er nú ekki á hverjum degi sem við förum úr sveitinni ;o) 

Gott væri að vita af því ef þið komist EKKI.........

Afsakið langlokuna en ég er bara svoooo spennt........enda kvöldið rétt að byrja núna um 23.30

F.h nýkjörinnar stjórnar (hafa þetta svoldið alvöru, he he ;)

Linda Tholl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti sko hehe ;O)

Björg Rúnars. (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 00:17

2 identicon

snilld... ég held ég komist alveg.. en plönin mín eiga það til að breytast all snögglega þessa dagana eitthvað voða mikið að gera... en reikna fastlega með að koma og sjálfsögðu vel til höfð og með eitthvað gúddí

Rúna Lísa (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 08:22

3 identicon

Mæti, sveitt, m.úfið hár og kippi með mér snakkpoka í besta falli (án gríns..) Það bara stendur þannig á...Kv. Haffa sveitta.

Hafrún (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 10:35

4 identicon

Hello, ég ætla reyna mæta, en mæti þá seint......allt í volllllli.....kallinn á námskeiðum, prófum og vinnu á kvöldin - óvíst með barnapíu !!! þannig í besta falli mæti ég eftir háttatíma =) er einhver svo yndisleg að geta tekið með sér laptop svona "in case" ef ég mæti seint eða ekki????

Hafrún mín, þetta var nú allt bara djók - en vona nú að þið þekkið mig flestar og skiljið bullið í mér - það má sko mæta alveg eins og manni sýnist ;o) bara gaman ef sem flestar geti sýnt sig og séð okkur hinar........

Linda pinda (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 15:14

5 identicon

Er að vinna í barnapíu og ef það gengur upp þá mæti ég með tölvu og skjávarpa!

Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 15:23

6 identicon

Sælar. Ég er svo heppin að miðvikudagsgangan er í næsta nágrenni svo ég kem en auðvitað of seint og sveitt í þokkabót. Kem með snakkpoka og gosvatn. Bkv.

Sóla sveitta (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 22:22

7 identicon

Mæti með e-ð, en ekki laptop né skjávarpa, sorry... 

Íris (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 22:53

8 identicon

Sælar

Ég þarf að undirbúa og baka fyrir afmæli dóttur minnar.  Þannig ég kem aðeins seint ... en ef ég klára snemma mæti ég á tilsettum tíma

kv. Guðrún Anna

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband