Piparkökumót Fylkis

Piparkökumót Fylkis verður haldið laugardaginn 11. des. sama dag og jóla og góðgerðadagurinn er hér á Álftanesi, þar sem við verðum með kökubasar.

Ég hvet C - liðið sérstaklega til þátttöku í mótinu, skráið ykkur hér í athugasemdir Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil líka vera fyrst hér :p

Umm get ekki verið á mótinu en ættla að reyna að hjálpa til á basarnum ... á samt í smávægilegu vandamáli :/

Það er ekki hitastilling á ofninum þannig að ég veit ekki hvort ég geti bakað eitthvað :O

hvað skal ég gjöra??

Katla (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:53

2 identicon

....biðja mömmu sína um hjálp

Þorgerður (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:36

3 identicon

Heyrðu ég er líka til í að vera með í þessu! :) Ég held ég eigi alveg að vera laus.

Sandra Björk (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:43

4 identicon

Ég get ekki verið með er að fara í próf

Sandra (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:00

5 identicon

Sælar, við fjölskyldan erum búin að fá sumarbústað þessa helgi og ætlum að taka góða aðventuhelgi í sveitinni. Mun baka e-ð gúmmelaði og koma í örugga höfn fyrir brottför . Kv, Hafrún.

Hafrún (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:02

6 identicon

já en ég og múttan erum með sko sama ofninn á heimilinu :/

Katla (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:21

7 identicon

hefði svo viljað vera með - en verð utan landssteina. mun reyna mitt besta auðvitað að koma með gúmmelaði (líklega sörur) á basarinn, fæ þá kannski að henda í frystinn hjá einhverjum sem verður á staðnum?

mkv, sd

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:57

8 identicon

  lélegur ofn, ferðir utan þjónustusvæðis, próf eða hvað annað sem ykkur dettur í hug = EKKI TEKIÐ GILT !!! 

- baka annarsstaðar (hjá vinum/vandamönnum/nágrönnum....)

- baka í tæka tíð og frysta

- baka í tæka tíð og koma á e-a aðra góða blakkonu

- "baka" hráköku, rice crispies (ummm þessi með bönunum + rjóma + karamellu) eða hvað annað sem þarf ekki að nota ofn til að græja !!!

 Svo skal ÉG hringja á vælubílinn, ef þarf !!!!

p.s. tek undir það að hvetja sérstaklega C-liðskonur til athafna á Piparkökumóti; það hefur óvenjuítið verið í boði fyrir þær í vetur, finnst mér e-n veginn (án þess að baki liggi tölfræðilegar staðreyndir), þetta er oft mjög skemmtilegt mót með gjöfum og fíneríi  (svo sleppið þið þannig líklega við vaktir á kökubasarnum...)

Íris Dögg (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:16

9 identicon

Íris - senda uppskrift að þessu gúmmelaði þarna með karamellunni og bönununum inn á uppskriftasíðuna okkar!!!! hljómar utroligt godt

Hafrún (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 18:09

10 identicon

Ég var að hugsa um að baka jólakökur frá Austurríki: Linzetarte, lítur út eins og hjónabandssæla en er með möluðum möndlum í deiginu og rifsberjahlaupi ofan á. Í fyrra gerði ég rice crispies kökur og á macintosh dósir ef einhverjum vantar. Það þarf ekki að baka svoleiðis.

Lilja R (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:47

11 identicon

Ég get sko alveg bakað kökur en ég get líklegast ekkert verið á staðnum né farið á piparkökumótið;( það er sko jólatörn í vinnunni svo míns mjög busy í vinnu;)

Kv Björg

Björg Rúnars (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:35

12 identicon

Ég stefni á piparkökurnar.... þarf að ath. með pössun áður en ég gef lokasvar!

Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 23:34

13 identicon

Ég mæli með þessu móti :-)

Mjög skemmtilegt svo endilega fara þær sem geta.  Ég skal vera á basarvakt og baka líklega marenskökur.

 Kv. Matthildur

Matthildur (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 10:53

14 identicon

Blessaðar

Ég skal standa vakt! og ég skal baka það sem vantar hvort sem það er marenskaka eða ekki ;)

kveðja

Guðrún Anna

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 10:59

15 identicon

Sælar. Ég vil endilega fara á þetta skemmtilega mót með C liðinu. Vonandi næst í lið. Baka eitthvað auðvelt á föstud.kvöldinu og kem á einhvern. Bkv.

Sóla sæta (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:04

16 identicon

Ég er heit fyrir þessu móti

Lilja R (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:03

17 identicon

Ég vil endilega vera með á piparkökumótinu, ef næst í lið. :) Kær kv. Sólrún

Sólrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:25

18 identicon

Heyrðu, ég held ég sé hætt við, en vonandi náið þið fleirum með, SJÉ konur. Allavega eru fjórar ekki nóg.:o)

Lilja R (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:27

19 identicon

Ég er til í að vera með :)

Sigrún Fanný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:13

20 identicon

Heyrðu ég og Þorgerður Elín heyrðumst í dag og höfðum samband við Selmu í sambandi við mótið og Selma er til í að vera með okkur á laugardag. Þannig þá sýninst mér að við SJÉ konur séum komnar með lið til þess að taka þátt! :) Vúhú!

Þorgerður sérð þú þá um að skrá okkur skvísurnar á mótið?

Ég mun svo koma mínum tveimur kökum á einhverja velvalda fyrir góðgerðardaginn. :)

Sandra Björk (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:39

21 identicon

Ég mæti á laugardaginn :) Kem 2 tertum á einhverja aðra.

Selma (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband