Æfing á miðvikudag - eða ekki
15.11.2010 | 23:01
Hvernig líst ykkur á smá hópefli á miðvikudag í staðinn fyrir æfingu? Hittumst á American Style í Hafnarfirði kl. 19, (frítt fyrir þann yngsta í 4 manna hóp) förum svo saman og horfum á þjálfarann keppa kl. 20, en þá eigast við Stjarnan og HK í Ásgarði.
Athugasemdir
ég ætla að vera partípúpper og kjósa með æfingunni, ekki það, róbert og kjúklingasalat hljómar þó afskaplega vel? en líka sveitt æfingarkvöld.
segir fröken valkvíðin.
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:08
Ég væri til í bæði
Langar reyndar allveg soldið mikið á leikinn 
Katla (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:17
Hmmmmm, veitir nokkuð af hópefli ?!? Og æfingar án þjálfa, verða reyndar ansi oft afar LÍTIÐ sveittar - svo ég kýs Style + horfa á leik, og kannski hvetja kallinn okkar
Íris Dögg (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:34
Ekki spurning um að horfa á hörkuleik, svo er ég alveg til í að sleppa soðningunni fyrir pítu?????????
Lilja R (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:49
Ég er alltaf til eitthvað slísí...alltaf til í að horfa á fallega karlmenn...alltaf til í að spila blak. Þeir verða snöggir að þessu og vinna létt þannig að ég held að við getum gert þetta allt..... ég er líka með valkvíða og hef afsökun. Annars held ég að snúi mér að vatnsleikfiminni í náinni framtíð....og kannski smá Salsa með íRISI.... Ykkur öllum var sárt saknað í sturtunni í kvöld. Kveðja Hlínsa
Hlínsa (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 00:07
Mæli annars með að fá útrás fyrir öllu og spila backammon á netinu..... greatdaygames.com.....bara snilld....kiss H
p.s. ég segi bara eins og Gnarrinn... ég biðst afsökunar á þessu öllu saman.
Hlínsa (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 00:11
Líst ótrúlega vel á að horfa á Róbert keppa í staðinn fyrir æfingu!
og gæti alveg hugsað mér að borða e-ð slísí.
Hejdo girls - Hafrún.
Hafrún (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 08:47
Katla - Sandra - þið verðið að mæta - það er frítt fyrir börnin
Hafrún (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 08:50
Sælar skvísur, takk fyrir gærkvöldið. Kem með út að borða en tek strákana mína með. Kveðja Sigga Lovísa
Sigga Lovísa (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:37
Ég er meira en til í að skella mér á stylinn og horfa á karlablak :D
Sandra (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:38
Stællinn og leikur - líst vel á það ;)
Selma (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 12:30
jamm líst vel á kallinn og stælinn... nenni ekki þjálfara lausum æfingum.. finsnt þær skila oft á tíðum voða litlu
Rúna Lísa (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 13:26
Þá er það ákveðið - engin æfing miðvikudaginn 17. nóv. Allar að mæta á American Style og svo á leikinn - mikið hægt að læra með því að horfa á leik
Þorgerður (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 19:33
en hey byrjar leikurinn ekki 19.30 hjá þjálfa??
Katla (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 20:02
já sammála þessu með þjálfaralausar æfingar!! en veit samt ekki hvað ég geri hvort ég fer út að hlaupa með sokkhópnum eða á stælinn!!
en þær sem vilja ekki sleppa æfingu bara mæta í hlaup kl 17:30;0)
sissa (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 21:36
Sælar. Gott f. mig að sleppa æfingu því ég er ennþá slöpp. Langar að borða með ykkur en verð á skiptafundi enn einu sinni. Bkv.
Sóla sæta (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:32
Nei Katla, leikurinn byrjar kl. 20
Þorgerður (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:48
Ég hefði kosið æfingu. Ég segi pass við stælnum en mæti kannski á leikinn.
Þorgerður Elín (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:48
hefði verið til í æfingu(ástæða til að hvíla sig frá lærdóm), en ég kem kannski á stælinn,af þvi það ætlar enginn að elda handa mér :P en kemst ekki á leikinn.
Þuríður (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 08:33
Ég hefði kosið æfingu líka.
Kemmst ekki á stælinn veit ekki með leikinn.
Sigrún (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:13
Æfingar góðar, en líka gott að æfa stöður o.fl. "visual" öðru hverju - endilega mæta stelpur
Íris Dögg (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:40
Kem kannski á leikinn - reikna ekki með stælnum (nema þá með ólátabelgina mína með í för).
Sveinbjörg (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 16:09
Hæ hæ - kemst reyndar ekki með á stælinn - en kem á leikinn en verð líklega aðeins sein.
Hilsen - Hafrún.
Hafrún (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.