Færsluflokkur: Íþróttir
Stjörnumótið 9. nóv.
25.10.2008 | 12:45
Stjörnumótið verður haldið sunnudaginn 9. nóv. í Ásgarði http://blak.is/default.asp?page=frettir/lesafrettir.asp&FrettID=866
Þetta mót er fyrir alla sem vilja taka þátt. Við höfum haft það þannig að þið sem ætlið að taka þátt skráið ykkur hér á bloggið í síðasta lagi viku fyrir mót. Svo sér þjálfarinn um að skipta í lið. Gott að heyra líka frá þeim sem komast ekki.
Vinsamlegast skráið ykkur hér í athugasemdir.
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Allt að gerast.....
20.10.2008 | 20:28
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndataka - taka 2
16.10.2008 | 10:09
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið að raða 3. deildinni
11.10.2008 | 19:02
Nú er búið að raða upp 3. deildinni í Íslandsmótinu í blaki. 1. umf. verður í Mosfellsbæ 1. og 2. nóv., 2. umf. verður í Ólafsvík 20. og 21. feb. og úrslitamótið verður svo hjá okkur á Álftanesi 20. og 21. mars. Sjá nánar: http://bli.is/news/af_3._deildinni/
Þær sem voru búnar að gefa kost á sér í deildina eru: Eyrún, Íris, Kiddý, Lilja, Matthildur, Ragga, Rúna, Sigga, Sissa, Sóla og Þorgerður.
Eru fleiri eða færri?
Íþróttir | Breytt 12.10.2008 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Munið eftir myndatökunni á sunnudag
9.10.2008 | 09:07
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
partý myndir
7.10.2008 | 16:20
Jæja mér tókst það loksins að minnka myndirnar og setja þær í albúm.. Tékkið á þeim það var sko stuð á okkur þarna
kv Rúna
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndir á síðu - leiðbeiningar
7.10.2008 | 10:37
Sælar dömur.
Nú er komið meira myndapláss á síðuna okkar og vil ég benda ykkur á að setja ekki of stórar myndir inn, það étur allt plássið okkar.
Það sem best er að gera er minnka myndirnar allar í einu í sömu möppunni og zippa þær svo í einni heild og senda þannig inn á síðuna okkar.
Það einfaldar hlutina hjá ykkur líka þannig að þið þurfið bara að velja eina zip möppu og inn í henni eru allar myndirnar og þá hleður tölvan öllum zip myndunum inn.
Þær sem ekki vita hvað ég er að tala um eru leiðbeiningarnar eftirfarandi:
Það þarf að hafa "image resizer" í tölvunni og þið sjáið hvort þið eru með þetta eða ekki með því að hægrismella á eina mynd og ofarlega á að standa "resize picture" eða álíka. Ef það er ekki, þá þurfið þið að sækja það í Microsoft og þið finnið það hér hægramegin á síðunni og er 5 neðst. Gerið "run" á þetta og þá er mynda smækkarinn kominn.
Þegar þið eruð komin með þetta litla hliðarforrit frá Microsoft, þá getið þið valið allar myndirnar í möppunni og hægrismellt og minnkað myndirnar. Hún kemur með valmöguleika á hvaða stærð á að minnka í og er 600x800 ákjósanleg stærð.
Þessi myndaminkun eyðir ekki upprunalegum myndum svo þið eigið alltaf afrit af þeim.
Nú er að búa til möppu sem litu myndirnar eiga að fara í og færa þær þangað. Þegar allar myndirnar eru komnar á sinn stað á að fara til baka í möppuna, hægrismella og "send to --> compressed zip folder"
Þá tekur tölvan við að þétta skránna og eftir það á þetta að vera svona:
þá er bara að opna blakið okkar og setja myndirnar inn beint frá zip skránni.
Vonandi hjálpaði þetta eitthvað.
Helga
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndataka
6.10.2008 | 16:21
Jæja þá er komið að því að taka myndir af hverri og einni til að hafa hér á síðunni. Helga ætlar að taka myndirnar og fer myndatakan fram í íþróttahúsinu á undan æfingunni sunnudaginn 12. okt. Allar að mæta í svörtu adidas peysunni, þær sem ekki eiga svoleiðis peysu fá bara lánaða hjá hinum.
Kl. 19 þær sem fara í ræktina á undan æfingu, og þær sem heita nöfnum sem byrja á B til og með E.
Kl. 19:15 þær sem heita nöfnum sem byrja á G til og með Í
Kl. 19:30 þær sem heita nöfnum sem byrja á K til og með R og líka þær sem heita Þ
kl. 19:40 þær sem heita nöfnum sem byrja á S
ATH. myndatakan er fyrir ALLAR líka þær sem eru skráðar í "frí" núna
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki fleiri nýjar!
4.10.2008 | 09:35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úrslit á Haustmóti BLÍ
29.9.2008 | 09:17
A lið Álftaness lenti í 3. sæti, og B liðið lenti í 6. sæti
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)